20. Ára afmæli Jurtaapóteksins 14. Desember
Kæru viðskiptavinir Jurtaapóteksins
Nú eru jólin að koma og þá fer að koma að afmælinu okkar. Við verðum 20 ára gömul. Hver hefði
trúað því? En tíminn er fljótur að líða.
Allan þennan tíma höfum við lagt upp úr því að vera með jurta og olíuvörur unnar úr hæstu gæðum.
Við höfum náð að vera með lífrænar jurtir og olíur sem þýðir meiri virkni fyrir ykkur kæru viðskiptavinir.
Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn undanfarin ár.
Það er ykkur að þakka að við erum lifandi.
13.desember er okkar eiginlegi afmælisdagur en við ætlum við að halda upp á það laugardaginn
14.desember, frá 11-18
Laugardagurinn 14.desember frá 11-18.
Ykkur er boðið í afmælið að Laugavegi 70.
Veitingar í boði
Ferskur jólagos/te drykkur úr Læknakólfi/hibiscus, sódavatni, kanil og fleira.
Jurtate.
Hnetur, baunakæfa Kolbrúnar, grænmeti og afmæliskaka án sykurs.
Einnig er í boði smakk á Kveðrungi (hóstamixtúran okkar) og rósavatni sem er svo gott fyrir hjartað.
AFMÆLISAFSLÁTTUR 15% þennan dag af öllum vörum frá Jurtaapótekinu en 10% af vörum frá
öðrum fyrirtækjum.
Við munum taka vel á móti ykkur.
Bestu kveðjur
Kolbrún grasalæknir og starfsfólk Jurtaapóteksins